Dýjadalshnúkur er norðanmeginn Blikadals. Þaðan er mjög víðsýnt. Hækkun er um 750 m, vegalengd 8 km. Göngutími er 4 -5 klst. Gangan getur verið nokkuð krefjandi á köflum.
Farið verður frá FSU kl. 9.00 og sameinast í bíla. Mælst er til að þeir sem þiggja far með öðrum greiði 1.000 kr fyrir farið.dyjadals
Upphaf göngu verður úr Miðdal. Keyrt örstutt inn Hvalfjörð. Vegur númer 460
Göngustjóri er Kristjan Snær Karlsson

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Gengið er á Kvígindisfell frá Uxahryggjaleið. Í leiðarlýsingu á fjallið er sagt "Fremur auðveld leið á ágætis útsýnishól í hærra lagi." Gróið land í byrjun og greiðfært milli gilja. Göngu vegalengd er um 7 km, hækkun 630 m og tími 3 - 4 klst. Farið frá FSU kl. 9.00 og sameinast í bíla. Þeir sem þyggja far með öðrum greiði 1.000 kr kví
Göngustjórar félagar úr FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Mæting við FSU á Selfossi laugardagsmorguninn 21. september þar sem sameinast verður í bíla (brottför kl 9:00) og ekið á Hvolsvöll, þar bíður rúta sem ekur okkur inn í Langadal. Æskilegt er að þeir sem fá far með öðrum á Hvolsvöll greiði 1000. kr fyrir sætið.
Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 40. kojupláss, (það verða fleiri í skálanum en við) þannig að ef fleiri vilja með en komast í skálann er möguleiki að tjalda.
Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu. Á laugardeginum er áætlað að fara í góða lengri göngu. Tekið mið af veðri. Á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða eitthvað annað, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.þorsmork
Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.
Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.
Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Árnesinga, en kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.
Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.
Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn 19. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsins kt: 430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Líka gott að senda tölvupóst með skýring greiðslu t.d. nafna/nöfn á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top