Hlöðufell er eitt af þessum tignarlegu fjöllum sem gaman er að ganga á. Stendur stakt og víðsýnt er til fjalla og jökla á góðum degi. Ein örugg gönguleið er á fjallið. Nokkuð brött en ekki tiltakanlega erfið. Hækkun eru 740 m og vegalengdinn aðeins 3 km.
Að göngu lokinni er hugmyndinn að grilla saman og eiga þar góða stund. Félagið kemur með eitthvað á grillið. Endilega þeir sem ætla að mæta merki sig inn á viðburiðinn á facebook Mæti ekki seinna en um hádegi á föstudag 9. ágúst Hlöðufell
Við höfum skálan á Hlöðuvöllum til umráða frá föstudegi til sunnudags. Þar inni eru svefnrými fyrir 15. manns. Einnig geta þeir sem vilja nýta sér aðstöðun og hafa önnur hýbýli nýtt sér aðstöðuna.
Margar góðar gönguleiðir eru þar í nágrenni sem gaman er að nýta sér.
Einungis er hægt að komast þessa leið á jeppun eða jepplingum. Bendum á að fara Uxahryggjaleið vegur 550 og þaðan inn á línuveg F338
Verðum að vera dugleg að sameinast með bíla þeir eru á þannig bílum.
Farið frá FSU kl. 8.00
Þeir ssem þiggja far með öðrum greiði 1.500 kr
Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Botnsúlur 20. júlí

Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski Skjaldbreiður nái að fanga augað frekar sökum reglulegar lögunnar sinnar. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.
Gangan sem við ætlum að fara í dag hefst við Svartagil sem er á milli Botnssúlna og Ármannsfells.
Gömul þjóðleið liggur upp brekkurnar frá Svartagili yfir Gagnheiði, sem er á milli Súlnabergs og Ármannsfells austan við Botnssúlur og Hvalvatns og til efstu bæja í Skorradal og Lundarreykjadal. Þessi leið var nokkuð farin áður fyrr því hún er greiðfær og létt undir fæti. Nú eiga fáir þar leið um, helst fótgangandi fólk eins og við í skemmtiferð. Af Gagnheiði og undan Súlnabergi kemur Súlnagil, en nóg er um gil á þessu svæði, t.d að áður nefndu Súlnagili eru Sláttugil, Krókagil, Svartagil, Klömbrugi, Hrútagil og Kaplagil.botns
Við göngum út fyrir Súlnabergið og síðan upp á milli Háusúlu og MiðSúlu og í Bratta skála Ísalps í Súlnadal.
Ef eitthvað er að veðri eða veðurútlit tvísýnt verður gripið til áætlunar "B" (rauða strikið á kortinu) og sleppt að fara upp á SyðstuSúlu, en í staðin farið niður dalnum til austurs og að upphafsstað göngunnar við Svartagil.
Ekið er sem leið liggur til Þingvalla. Við Þjónustumiðstöðina er beygt til hægri, til vinstri hjá þeim sem kom af Reykjavíkursvæðinu, inn á Uxahryggjaleið og ekið þar til komið er hestamannasvæðinu við Skógahóla en þar er aftur beygt til vinstri og ekið eftir þeim vegi fyrir fjallsmúla og að upphafstað göngunar við Svartagil.
Þetta er nokkuð mikil ganga og löng og krefst nokkurs úthalds.
Mæting er við FSU kl. 8:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr. Reiknum svo með því að leggja af stað í gönguna kl:09:00.
Göngustjóri Daði Garðarsson

default GPS (22 KB)  til viðmiðunnar
Vegalengd: um 20 km
Göngutími: um 8-10 klst.
Byrjunarhæð 160
Mestahæð: 1095. m

Hekla 6. júlí

Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.
Ganga á fjallið er engum ofraun og hæg leið er á Heklu að norðvestanverðu um Skjólkvíahraunið. Þá er haldið á milli hlíðar og hrauns og nokkru innan við Rauðuskál er lagt á brattann og haldið upp meginöxlina á hátindinn (1491). Önnur leið á Heklu er frá Næfurholtsfjöllum og er þá stefnan á hátindinn tekin upp Litlu – Heklu. Hekla er eitt magnaðasta útsýnisfjall Suðurlands, Fjallabakið og tindar þess blasa við nær en fjær glittir í Hvannadalshnúk og Vatnajökul. Hekla

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegalengd 13 km, byrjunarhæð er í um 500 m,  göngutími ca. 7 tímar, heildarhækkun 1000. metrar. default GPS (12 KB)  til viðmiðunnar.
Farið frá FSU kl. 8.00 og sameinast í bíla. 1.500 kr fyrir far með öðrum.
Göngustjórar Kristjan Snær Karlsson og Björg Halldórsdóttir

Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top