Við í Ferðafélagi Árnesinga ætlum að vera þátttakendur eins og fyrri ár.
Dagskráin er svona.
Miðvikudaginn 4. sept. Þrastarskógur
Miðvikudaginn 11. sept. Fuglafriðland við Eyrabakka
Miðvikudaginn 18. sept. Hellisskógur við Selfoss
Miðvikudaginn 25. sept. Silfurberg og Kögunarhóll
Lagt er af stað í göngurnar kl. 18.00 frá FSU ( Fjölbrautarskóla Suðurlands )
Sameinast í bíla og keyrt á upphafsstað göngu.
Göngutími 60. – 90 mín.
Góð leið til að koma sér af stað í göngur. Verið velkomin.

Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga

Landmannalaugar, Suðurnámur, Háalda, Vondugil og Brennisteinsalda. 24. ágúst  UPPSELT  UPPSELT

Gangan hefst við rætur Suðurnámu (920 m.y.s) brattur en góður stígur upp hlíðina. Héðan er skáli FÍ í suðri, en gengið er til vesturs, eftir breiðum hrygg. Til norðurs eru skrautlegar hlíðar, nyrðri hluti Suðurnáms og til suðurs sést í Landmannalaugar, Bláhnúk, Laugahraun og Brennisteinsöldu. Í skarðinu milli Suðurnáms og Háöldu (1089 m.y.s.) er best að fara miðjan hrygg og forðast ógöngur. Úr skarðinu er stefnt upp á hátind. Þaðan er útsýni til allra átta og í góðu skyggni, níu jökla sýn. Göngu síðan niður af Háöldu til vesturs og þaðan niður með Háöldukvisl í Vondugil. Stórkostlegt svæði með ótrúlegri litadýrð, ekkert verra er að vera hér eftir góðan rigningaskúr en þá skerpir stundum á litum og þeir jafnvel breytast. Þegar við eru búinn að horfa úr okkur augun stefnum við á norðurhlíðar Brennisteinsöldu (881 m.y.s), stikla þarf nokkra smálæki á leiðinni, hækkunin hér upp er ekki mikil eða rúmir tvö hundruð metrar, útsýnið er gott yfir Landmannalaugar og víðar. Héðan förum við um Laugarhraunið og Grænagil að upphafsstað göngunnar. Fyrir þá sem eru enn léttir á fæti geta brugðið sér á Bláhnjúk (945 m.y.s).(sjá græna slóð á korti).

kort

Vegalengd um 19.km
Göngutími um 8 klst.
Byrjunarhæð 600 m.
Mestahæð 1089 m.
Uppsöfnuð hækkun um 1100 m.

  default GPS (10 KB)  til viðmiðunnar

Ef einhverjir vilja stytta gönguna þá er hægt að fara niður í skarðið milli Háöldu og Suðurnámu. Auðveldast er að fara niður svo kallaðan Uppgönguhrygg innst á Vondugiljaaurum og þaðan inn í Vondugil.(sjá rauða slóð á korti).
Farið verður með rútu frá FSU Selfossi stundvíslega kl. 07:30.00 þann 24. ágúst
Hægt er að geyma farangur í rútunni yfir daginn .
Þeir sem hafa greitt félagsgjöld í FFÁR og FÍ fyrir árið 2019 greiða kr. 5.000-, þeir sem eru utan þessara tveggja félaga greiða kr. 10.000-. Greiðsla fer inn á reikning Ferðafélags Árnesinga 0189-26-001580, kt:430409-1580 og senda kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Hætt verður að taka við skráningum þriðjudagskvöldið 20.ágúst.
Göngustjórar eru úr hópi FFÁR: Daði Garðarsson og Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Hlöðufell er eitt af þessum tignarlegu fjöllum sem gaman er að ganga á. Stendur stakt og víðsýnt er til fjalla og jökla á góðum degi. Ein örugg gönguleið er á fjallið. Nokkuð brött en ekki tiltakanlega erfið. Hækkun eru 740 m og vegalengdinn aðeins 3 km.
Að göngu lokinni er hugmyndinn að grilla saman og eiga þar góða stund. Félagið kemur með eitthvað á grillið. Endilega þeir sem ætla að mæta merki sig inn á viðburiðinn á facebook Mæti ekki seinna en um hádegi á föstudag 9. ágúst Hlöðufell
Við höfum skálan á Hlöðuvöllum til umráða frá föstudegi til sunnudags. Þar inni eru svefnrými fyrir 15. manns. Einnig geta þeir sem vilja nýta sér aðstöðun og hafa önnur hýbýli nýtt sér aðstöðuna.
Margar góðar gönguleiðir eru þar í nágrenni sem gaman er að nýta sér.
Einungis er hægt að komast þessa leið á jeppun eða jepplingum. Bendum á að fara Uxahryggjaleið vegur 550 og þaðan inn á línuveg F338
Verðum að vera dugleg að sameinast með bíla þeir eru á þannig bílum.
Farið frá FSU kl. 8.00
Þeir ssem þiggja far með öðrum greiði 1.500 kr
Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top