Kæru félagar Í ljósi aðstæðna og tilmæla frá Almannavörnum fellur niður ferðin um Leggjabrjót.
Við hvetjum alla til að fara í góðan göngu og njóta útiveru. Það bætir sál og líkama.
Kær kveðja frá ferðanefnd

Leggjabrjótur er gömul þekkt þjóðleið. Hefur hún verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Gengið verður frá Þingvöllum niður í Botnsdal. Vegalengd er nær 18 km. Uppsöfnuð hækkun um 460 m. Göngutími áætlaður 5 - 6 tímar. Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og haldið að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Haldið þaðan kl. 8.45 inn að Svartagili og gengið þaðan yfir og niður í Botnsdal. Þar mun rúta ferja okkur aftur að bílunum.leggjabjpg

ATH. nauðsynlegt að hafa grímu til að nota í rútunni.
Þeir sem ekki eru í félaginu greiða 2.000 kr á staðnum fyrir farið.
Þeir sem ætla að kom verða að merkja sig MÆTI eða kvitta í comment til að við höfum fjöldan fyrir rútuna.
Þeir sem þiggja far með öðrum greiði 500 kr fyrir sætið. Gott að vera búin að hafa samband við aðra sem eru tilbúnir að vera með öðrum í bíl.
Göngustjóri á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Mæting við FSU á Selfossi laugardagsmorguninn 26. september þar sem rútan tekur okkur. Brottför kl 9:00 og ekið á Hvolsvöll, örstutt stopp þar og síðan haldið inn í Langadal. Gist verður í Skagfjörðsskála, við höfum takmarkaðan fjölda gistiplássa eða 40. kojupláss.
Gönguferðir verða báða dagana. Ólafur Auðunsson þekkir Þórsmerkursvæðið mjög vel og verður göngustjóri. Nóg er af fallegum gönguleiðum á svæðinu. Á laugardeginum er áætlað að fara í góða lengri göngu. Tekið mið af veðri. Á sunnudeginum eftir morgunmat kl:10:00 er áætlað að fara á Valahnjúk eða eitthvað annað, en allt mun þetta fara eftir veðri hvert verður farið.
Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldinu; grillað lambakjöt og eitthvað gott með því. Annan mat þarf fólk að hafa með sér og sömuleiðis alla drykki.
Eins og áður verður gítar með í för en allar skemmtilegar uppákomur eru vel þegnar.mork
Það er með þessa ferð eins og aðrar á vegum FFÁR að kostnaði er stillt mjög í hóf, verð er 5.000- kr fyrir félagsmenn í Ferðafélagi Árnesinga sem greitt hafa árgald og eiga þeir forgang.
En kr. 10.000- utan félags, innifalið í verði er rútuferð, gisting og matur á laugardagskvöldinu.
Náttúran og gróðurinn skartar sínu fegursta í Þórsmörk á þessum tíma og dulúðlegir og mildir haustlitir hafa dreymandi áhrif á ferðafélaga.
Þátttakendur þurfa að skrá sig í þessa ferð í síðasta lagi kl:12:00 fimmtudaginn
24. september, með því að greiða inn á reikning Ferðafélagsins kt: 430409-1580, reikn: 189-26-1580.
Senda tölvupóst með skýring greiðslu t.d. nafna/nöfn á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Endurgreiðum ekki ferðina.
Viljum við biðja fólk að halda sig við reglur Almannavarna með grímur, fjarlægðir og annað sem við á.

Með góðri kveðju Ferðafélag Árnesinga.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 Skjaldbreiður er vel þekkt fjall sem þykir fallegt og hefur verið lofað í ljóði. Gönguleið á fjallið er ekki erfið. Vegalengd um 10 km og uppsöfnuð hækkun 550 m. Aðkoman eftir línuveginum að upphafsstað göngunnar er ekki fyrir fólksbíla. Jepplingar og jeppar.

Farið frá FSU kl. 8.00 og hittumst við þjónustumiðstöðinna á Þingvöllum kl. 8.45. Þaðan ekið inn á Uxahryggjaleið að línuvegi. Þeir sem ekki eru á bílum til að komast línuveginn endilega ath. hvort ekki er einhver sem getur lofað viðkomandi að vera með línuveginn. Þeir sem eru með pláss mega líka láta vita.
skjaldbjpg
Göngustjórn á vegum FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top