Skálfellið er 574 m hátt og víðsýnt er af því í góðu skyggni. Sjá má m.a. Vestmannaeyjar og Eyjafjallajökul og nær Geitafellið, Meitlana, Bláfjöllin, Esjuna, Skálafellið á Mosfellsheiði, Hengilinn o.fl.
Ætlunin er að ganga á fjallið sunnan frá og verður gengið frá Riftúni. Minnum göngufólk á broddana.23632669 10212918679914821 6936282114098335364 o 1
Vegalengd um 13 km og reikna má með 4 til 5 tímum. Hækkun um 500 m.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00, þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-. eða mæting við Riftún kl:09:30
Göngustjóri verður Hulda Svandís Hjaltadóttir

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin

Laugarvatnsfjall 4. nóvember
Vegalengd um 8 km, hækkun 400 m. tími um 3 klst.
Ágætis útsýni er af fjallinu, í austri blasir fjallahringurinn við með Heklu, Hestfjalli, Vörðufelli og Eyjafjallajökul í hásæti.

CaptureEftir gönguna ætlum við að skella okkur í náttúruböðin í Fontana og njóta þess út í ystu æsar það sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Göngustjórar Sævar Gunnarsson og Kristbjörg Bjarnadóttir

  default GPS (9 KB)

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með göngukveðju ferðanefndin

Þjórsárdalur 14. október

Gangan hefst við Reykjalaug í Þjórsárdalnum, göngum inn með Rauðukömbum og höfum Fossánna á hægri hönd, um Fossárdalinn og inn að svokölluðu Hruni sem er magnað jarðfræðilegt fyrirbæri sem fáir hafa gengið í gegnum. Förum síðan uppá Fossölduna þaðan sem er mjög gott útsýni yfir allan dalinn og síðan um svæði sem minnir óneitanlega á Landmannalaugar og þaðan að upphafsstað göngunnar við laugina.

14.okt
Vegalengd um 18. Km. og uppsöfnuð hækkun um 600 m. Göngum tími áætlaður 6-7 klst.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Reikna má með því að ganga hefjist um kl:10:00 frá sundlauginni.

 

Akstursleiðin frá Selfossi

  default GPS (40 KB)
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top