Ljósufjöll á Snæfellsnesi 25. júlí
 
Brottför frá Selfoss kl:07:00.  þar sem sameinast er í bíla eftir því sem fólk vill. Gott hjá þeim sem vantar far að vera búinir að tryggja sér það, þeir sem fá far með öðrum greiða kr:2.000-. Ath. að um 2 klst og 30 mín akstur er frá Selfossi, er það fyrir utan stopp.  Vegalengdin er 174 km. Akstur frá Selfoss
Gangan hefst um kl:10:00 á bílastæði sem er beint á móti afleggjaranum inn að Kleifárvöllum/Svarfhóli, beygt er til vinstri útaf aðalveginum (Snæfellsnesvegur) og inn á malbikað bílaplan, það ætti ekki að fara framhjá neinum því þar er stórt fjarskiptamastur.
Gengið verður á þessa þrjá tinda Miðtind 1.063m, Bleik 1.050m og Grána 1.001m
Gera má ráð fyrir allt að 10 klst heildartíma og er það með göngunni, pásum og allskonar slóri.ljosuf
Göngulandið er frekar þægilegt en þegar ofar dregur göngum við sumsstaðar á frekar grófu landslagi og þess vegna er betra að vera í góðum gönguskóm.
Vegalengd:  20 km.
Göngutími:  9-10 klst.
Göngustjóri úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Ok er grágrýtisdyngja. Á síðasta ári var formlega hætt að kalla það jökul, en eru þó ágætir skaflar þar.  Gangan er nokkuð löng og tilbreytingar lítil. En þegar komið er á toppinn sem er um 1170 m er útsýnið mikið. Gangan sjálf hefst á Kaldadalsleið þar sem heitir Langihryggur. Gönguvegalengd er um 11 km og heildarhækkun nær 500 m.
Haldið frá FSU Selfossi kl. 8.00.  Þar er sameinast í bíla eftir því em fólk vill, gott að vera búin að ath. það áður ef einhvern vantar far og greiða í eldsneytiskostnað 1.000 kr. Hittum þá sem koma af höfuðborgarsvæðinu við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum um kl. 8.45 og höldum inn á Kaldadal vegur númer 550ok
Göngustjórn eru félagar í FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Bláfell blasir við þegar haldið er inn á Kjalveg sunnan meginn. Þjóðsögur tengjast fjallinu. Það er um 1200 m á hæð. Hækkun á göngu er um 700 m þegar komið er upp á Bláfellshálsinn. Gönguleiðinn er nokkuð jafnar brekkur upp. Nú er en snjór og því þó nokkur hluti göngunnar á snjó.
Gönguvegalengdinn eru m 8 - 9 kmBláfell
Þegar göngunni er lokið á Bláfell er haldið niður af hálsinum og stoppað við Grjótá. Þar bæist við smá ganga inn í gil sem nefnist Kór. Tekur það 1 til 1 1/2 tíma.
Miðað við veðurspá er gott að hafa með sér góða sólarvörn.
Farið frá FSU kl. 8.00 og semeinast í bíla eftir því sem fólk vill. Gott hjá þeim sem vantar far að vera búnir að tryggja sér það. Vegurinn upp á Bláfellsháls er ekki góður núna og því ekki spennandi fyrir fólksbíla en þó fær þeim að sögn Vegagerðarinnar.
Göngustjórar á vegum FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top