Ferðafélag Árnesinga stofnað

 

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi þann 12. mars 2009.
Fyrstu stjórn þess skipuðu Jón G. Bergsson formaður og meðstjórnendurnir Daði Garðarsson, Eiríkur Ingvarsson, Soffía Sigurðardóttir og Ægir Sævarsson. Varamenn voru Ragnheiður Ástvaldsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Skjalavörður var kosinn Þorsteinn Másson. Um 70 manns skráðu sig í félagið sem stofnfélagar.

 

Félagið mun beita sér fyrir ferðalögum innanlands, einkum um sunnanvert landið, kynna gönguleiðir og efla möguleika og virkni fólks á öllum aldri í gönguferðum og annarri útiveru.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top