Við í Ferðafélagi Árnesinga ætlum að vera þátttakendur eins og fyrri ár.
Dagskráin er svona.
Miðvikudaginn 4. sept. Þrastarskógur
Miðvikudaginn 11. sept. Fuglafriðland við Eyrabakka
Miðvikudaginn 18. sept. Hellisskógur við Selfoss
Miðvikudaginn 25. sept. Silfurberg og Kögunarhóll
Lagt er af stað í göngurnar kl. 18.00 frá FSU ( Fjölbrautarskóla Suðurlands )
Sameinast í bíla og keyrt á upphafsstað göngu.
Göngutími 60. – 90 mín.
Góð leið til að koma sér af stað í göngur. Verið velkomin.

Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top