Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 28. mars kl: 19.30
Hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla formanns
Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
Umræður um ársreikning og skýrslu formanns.
Kosningar
Atkvæðisrétt hafa allir fullgildir meðlimir félagsins.
Önnur mál.

Á undan aðalfundinum mun John Snorri Sigurjónsson segja okkur frá sínum ferðum. Síðan veitingar og aðalfundur í framhaldi.
Með kveðju Ferðafélag Árnesinga

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top