Laugardaginn 27 maí ætlum við að ganga á Þórólfsfell í Fljótshlíð.

Þórólfsfell er 574 metra hár móbergsstapi. Útsýnið af toppi Þórólfsfells er stórfenglegt með jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hringinn í kring.

Best er að leggja í göngu frá húsinu í Felli. Stefnan er tekin beint á toppinn og síðan niður með Þórólfsgljúfri. Mynd frá Sigrún Jónsdóttir.
Fjallið er nokkuð flatt að ofan og þarf að ganga aðeins inn á fjallið áður en raunverulegum toppi þess er náð. Þar er varða með fastmerki frá Landmælingum Íslands frá árinu 1958. Kort til viðmiðunnar.þórólfsfell
Við leggjum af stað frá planinu við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl 9:00 og keyrum sem leið liggur austur í Fljótshlíð
Hækkun 500 m
Göngulengd 7km
Göngutími 3-4 klst
Göngustjóri verður Magnús Baldursson

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top