Upphaf göngu er í Hveradölum, rétt neðan við Skíðaskálann. Gengið verður fyrst um göngin undir þjóðveginn. Þaðan verður gengið á hnúkana sunnan við veginn. Leiðin liggur um hæðir og hóla, svolítið upp og niður, trúlega verða hólarnir 6 talsins. Hækkunin er ekki mikil, í mesta lagi 100 m. fyrir hvern hól. Vegalengdin er ca. 8 km. og reikna með 3 – 4 tímum á göngu.Grauhnukar
Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl. 9:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr. 1.000,-.
Hulda Svandís Hjaltadóttir verður göngustjóri í ferðinni.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Það er ekki verra að hafa göngubroddana meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top