Hellisheiðarvirkjun-Hveragerði 14. júní

Gengið upp frá Hellisheiðarvirkjun með fram Skarðsmýrarfjalli. Vaðið yfir Hengladalsá og haldið þaðan áfram í átt að Reykjadal og niður hann.
Ferðin tekur ca 6 til 7 tíma og eru 18.km. Ekki mikil hækkun.
Mæting 8.30 við FSU Selfossi og keyrt í Hveragerði að Íþróttavellinum við Hamarinn.
Ef það verða 10 eða fleirri verður tekin rúta að virkjunini .
Ef merktir MÆTA/GOING verða færri en 10 á fimmtudagskvöldi þá söfnumst við saman í bíla.
Göngustjóri Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin