Ingólfsfjall
Kvöldganga á Ingólfsfjall 12. maí
Um leið og félagið vill þakka en og aftur fyrir glæsilega metþátttöku í gönguna síðasta vetradag á Ingólfsfjall, en í þá göngu mættu 60. manns, höfum við ákveðið að vera með álíka kvöldferð 12.maí n.k.(frídagur daginn eftir).Von okkar er að sjá ykkur sem flest í þá göngu.
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m hátt og er það hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar.